Um Bílamál


Um bílamál Bílamál hóf rekstur árið 2002 í litlu húsnæði í Hafnarfirði og hefur fært sig um set í stærri húsnæði eftir því sem starfsemin óx, fyrst á Vesturvör í Kópavogi árið 2009 og nú árið 2017 í stærra og betra húsnæði á Skemmuvegi 26 kópavogi.

Bílamál sérhæfir sig fyrst og fremst í bílamálun og réttingum bifreiða en annast einnig framrúðuskipti ásamt almennum viðgerðum bifreiða og veitir þannig viðskiptavinum sínum fjölþætta þjónustu á bifreiðum þeirra.

Nýverið hefur verið töluverð breyting á búnaði og tækjakosti verkstæðisins og má þar nefna stóran og góðan sérinnfluttan sprautuklefa sem er yfir meðalstærð og opnar því allgóða vídd í verkefnum sem fyrirtækið getur tekið að sér.

Réttingabekk, fullkomanar suðuvélar, og öllu því helsta sem gott sprautu- og réttingaverkstæði þarf á að halda.

Metnaður og góð vinnubrögð eru kjörorð okkar hjá Bílamál ásamt persónulegri þjónustu og að því sögðu þarf varla að tíunda að Bílamál notast einugis við viðurkennda byrgja í toppklassa svo sem bílalökk. lím, varahluti, framrúður og önnur tilfallandi efni og tryggja þannig viðskiptavinum sínum bestu mögulegu viðgerð sem völ er á. Þjónusta sem Bílamál bíður uppá


Bílamálun

Bílaréttingar

Framrúðuskipti

Almennar viðgerðir

Felgusprautun

Innréttingasprautun

Tjónsmat

Verðtilboð

Bílaleigubílar

Tjónamat

CABAS


Cabas er tjónamatskerfi fyrir ökutæki sem lent hafa í tjóni.

Bílaeigendur geta snúið sér beint til okkar í tjónsmat eftir að tilkynningu til tryggingafélags hefur verið skilað.

Við skoðum bílinn, tökum myndir og fleira af bilnum ásamt skemmdum og gerum viðgerðaráætlun ásamt kostnaðar áætlun og sendum til tryggingarfélags.

Tryggingarfélagið fer yfir hana og getur viðgerð á ökutæki hafist þegar bótaskylda og samþykkt tjónamats liggur fyrir frá tryggingafélaginu.

Við útvegum bílaleigubíl á meðan viðgerð stendur. Bíllinn bíður þin hér á planinu hjá okkur og því óþarft að taka auka snúning vegna þess.

Fyrsta flokks efnisval

Bílaleigubílar


Í tryggingatjónum geta hlutaðilar átt rétt á bílaleigubíl eða bætur vegna afnotamissis ökutækis, athugaðu rétt þinn í þjónustuveri viðkomandi tryggingafélags.

Við erum í samstarfi við öll tryggingafélögin og getum útvegum bílaleigubíl á meðan viðgerð stendur yfir.

Vönduð vinnubrögð

Bílamál þjónustaStarfsmenn Bílamáls eru með áratuga reynslu og þjálfaðir hver í sínu fagi. Starfsmenn okkar sækja einu sinni á ári námskeið erlendis til að fylgja þróunn efna sem við kaupum af okkar birgjum. Einnig sækjum við öll þau námskeið sem eru í boði hér á landi til að við getum skilað góðri og ábyggilegri vinnu til okkar viðskiptavina.

Starfsmenn Bílamáls eru með yfir 20 ára starfreynslu í faginu, þeir sækja reglulega námskeið erlendis og fylgjast með þróun efna og val efnis sem notuð eru við sprautun.

Viðskiptavinir Bílamáls eru tryggingafélög, fyrirtæki og einstaklingar.

Við gerum einnig föst tilboð í verk til viðskiptavina ef þau eru ekki bótaskyld af hálfu tryggingafélags.

Bílamál hefur kappkostað sér að skila góðu verki og topp þjónustu alla tíð.
Starfsfólk Bílamáls.

Hafa samband


Símleiðis / tölvupóstur
Sími: 5340016
bilamal@bilamal.is

Staðsetning


Bílamal ehf.
Skemmuvegi 26 blá gata
200 Kópavogi